Chat with us, powered by LiveChat

ÁRSREIKNINGUR FÉLAGSBÚSTAÐA 2021 – KAUP FEST Á 117 FÉLAGSLEGUM LEIGUÍBÚÐUM

Fréttir

Ársreikningur Félagsbústaða var samþykktur á stjórnarfundi félagsins þann 17. mars sl. Einnig var á fundinum lögð fram áhrifaskýrsla vegna útgáfu félagslegra skuldabréfa á árinu 2021 og sjálfbærniskýrsla 2021. Sjá nánar hér að neðan.

Í ársreikningnum má sjá að hagnaður félagsins sem er tilkominn vegna hækkunar fasteignamats eignasafnsins nemur 18.491 m.kr. Hagnaðurinn verður ekki innleystur nema með eignasölu en áætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun eigna en ekki fækkun. Á árinu 2021 festu Félagsbústaðir kaup á 117 íbúðum. Meirihluti þeirra er í nýbyggingum.

Rekstrartekjur ársins námu 5.123 m.kr. og hækka um tæp 10% milli á ára. Aukning tekna er tilkomin vegna fjölgunar íbúða í útleigu og vegna vísitölubundinnar hækkunar leiguverðs á árinu. Rekstrargjöld námu 2.856 m.kr. Stærstu útgjaldaliðirnir eru við rekstur og viðhald leiguíbúða sem nam á árinu 2.328 m.kr. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður nam 528 m.kr. Þannig nam afkoma fyrir fjármagnsliði 2.267 m.kr. eða 44,3% af rekstrartekjum.

Veltufé frá rekstri nam 1.211 m.kr. og afborganir langtímalána eru 1.192 m.kr. sem þýðir að félagið er sjálfbært. Eigið fé í árslok nam 67.311 m.kr. og eiginfjárhlutfall félagsins er 53,2%. Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 52.460 m.kr. Heildar virði fjárfestingareigna eða húsnæðis til útleigu nam í lok ársins 123.808 m.kr.

mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023
image0
Kynningarfundur vegna útboðs á nýbyggingu íbúðakjarna við Háteigsveg 59
Ný stjórn Félagsbústaða kjörin á aukaaðalfundi

Að hverju ertu að leita?