ÁRSREIKNINGUR FÉLAGSBÚSTAÐA 2021 – KAUP FEST Á 117 FÉLAGSLEGUM LEIGUÍBÚÐUM

Fréttir

Ársreikningur Félagsbústaða var samþykktur á stjórnarfundi félagsins þann 17. mars sl. Einnig var á fundinum lögð fram áhrifaskýrsla vegna útgáfu félagslegra skuldabréfa á árinu 2021 og sjálfbærniskýrsla 2021. Sjá nánar hér að neðan.

Í ársreikningnum má sjá að hagnaður félagsins sem er tilkominn vegna hækkunar fasteignamats eignasafnsins nemur 18.491 m.kr. Hagnaðurinn verður ekki innleystur nema með eignasölu en áætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun eigna en ekki fækkun. Á árinu 2021 festu Félagsbústaðir kaup á 117 íbúðum. Meirihluti þeirra er í nýbyggingum.

Rekstrartekjur ársins námu 5.123 m.kr. og hækka um tæp 10% milli á ára. Aukning tekna er tilkomin vegna fjölgunar íbúða í útleigu og vegna vísitölubundinnar hækkunar leiguverðs á árinu. Rekstrargjöld námu 2.856 m.kr. Stærstu útgjaldaliðirnir eru við rekstur og viðhald leiguíbúða sem nam á árinu 2.328 m.kr. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður nam 528 m.kr. Þannig nam afkoma fyrir fjármagnsliði 2.267 m.kr. eða 44,3% af rekstrartekjum.

Veltufé frá rekstri nam 1.211 m.kr. og afborganir langtímalána eru 1.192 m.kr. sem þýðir að félagið er sjálfbært. Eigið fé í árslok nam 67.311 m.kr. og eiginfjárhlutfall félagsins er 53,2%. Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 52.460 m.kr. Heildar virði fjárfestingareigna eða húsnæðis til útleigu nam í lok ársins 123.808 m.kr.

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?