Félagsbústaðir hafa flutt skrifstofur sínar af Hallveigarstíg í Þönglabakka 4 í Mjódd.
Ný skrifstofa Félagsbústaða í Þönglabakka 4 í Mjódd er miðsvæðis á milli vestur- og austurhluta borgarinnar. Góð bílastæði eru við húsið og þar er einnig skiptistöð Strætó bs. sem auðveldar og bætir aðgengi leigjenda að skrifstofunum enn frekar.
Félagsbústaðir eiga í dag um 2700 leigueignir í öllum hverfum borgarinnar.
Stefna borgarinnar er að Félagsbústaðir eigi 5% alls íbúðarhúsnæðis í borginni í öllum hverfum.