Félagsbústaðir hlutu viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Merkir það að Félagsbústaðir eru meðal þeirra 2% fyrirtækja sem standast kröfur sem gerðar eru til framúrskarandi fyrirtækja árið 2020.
Auk þess hlutu Félagsbústaðir gullmerki Jafnvægisvogarinnar. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem unnið hafa á framúrstkarandi hátt að markmiðum Jafnvægisvogarinnar í rekstri sínum. Með Jafnvægisvoginni er unnið að auknu jafnvægi kynjannna í efstu stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi. Þannig geti íslenskt viðskiptalíf orðið fyrirmynd jafnréttis á alþjóðavettvangi.