Chat with us, powered by LiveChat

MIKILL MEIRIHLUTI ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ LEIGJA HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM

Fréttir

Viðhorfskönnun meðal leigjenda:

Um 79% íbúa Félagsbústaða eru frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu en 13% eru frekar eða mjög óánægðir og 7% segjast hvorki ánægðir eða óánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði á viðhorfum leigjenda félagsins. Um síma- og netkönnun var að ræða sem fram fór frá 11. nóvember til 15. desember síðastliðinn. Alls voru 846 leigendur Félagsbústaða í upphaflegu úrtaki og var svarhlutfallið 35%.

Samkvæmt könnuninni eru 63% leigjenda frekar eða mjög ánægðir með þjónustu Félagsbústaða, 22% eru frekar eða mjög óánægðir og 15% taka ekki afstöðu til spurningarinnar. Þegar spurt er um traust leigjenda til Félagsbústaða segjast 67% svarenda ýmist bera mikið eða mjög mikið traust til félagsins, 14% bera lítið eða mjög lítið traust en 19% taka ekki afstöðu. Þá eru 65% svarenda sammála því að starfsfólk Félagsbústaða leggi sig fram um að veita góða þjónustu en 19% eru því ósammála, 16% tóku ekki afstöðu.

Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir þetta fyrstu viðhorfskönnunina sem gerð er meðal leigjenda og segir hana leiða ýmislegt í ljós sem unnið verði með áfram. „Það er gott að sjá að mikill meirihluti aðspurðra er ánægður með að leigja hjá Félagsbústöðum og telur leiguverð hagstætt“,  segir Sigrún.

Ánægja með leiguverð og umhverfi

Um tveir þriðju svarenda eða 65% eru sammála því að leiguverð íbúða hjá Félagsbústöðum sé hagstætt en 20% svarenda eru því ósammála og 14% taka ekki afstöðu. Þá telja 78% svarenda að húsnæðið sem þeir leigja af Félagsbústöðum veiti þeim öruggt umhverfi en 17% eru því ósammála og 5% taka ekki afstöðu. Þegar afstaðan til þessarar spurningar er skoðuð eftir gerð íbúða sem svarendur búa í er öryggistilfinningin mest hjá þeim sem eru í þjónustuíbúðum eða í sértæku búsetuúrræði. Um níu af hverjum tíu sem eru í slíkum íbúðum finnst húsnæðið veita þeim öruggt umhverfi en 6-10%  eru ósammála því.  Af þeim sem búa í almennum íbúðum telja 73% íbúðirnar veita þeim öruggt umhverfi en 20% eru ósammála því og 7% taka ekki afstöðu.

Þá segjast 46% aðspurðra finna fyrir fordómum í garð leigjenda frá öðru fólki í samfélaginu og telja 16% þeirra sig finna fyrir þessu viðhorfi hjá starfsfólki Félagsbústaða og 13% frá vinum og kunningjum. Hins vegar segjast 49% svarenda ekki hafa fundið fyrir fordómum í garð leigjenda Félagsbústaða. Um 55% aðspurðra segjast líta á núverandi húsnæði hjá Félagsbústöðum sem sitt framtíðarahúsnæði en 45% segja það vera millibilshúsnæði ýmist til lengri eða skemmri tíma.

download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins

Að hverju ertu að leita?