NIÐURSTAÐA SKULDABRÉFAÚTBOÐS

Fréttir

Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 17. apríl 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum flokki FB100366 og nýjum flokki FB100366u.

Alls bárust tilboð í FB100366 að nafnverði 1.100 m.kr. á bilinu 2,77% – 2,80%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnverði 1.100 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,80%. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 800 m.kr. í þessum flokki sem öll hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Alls bárust tilboð í FB100366u að nafnverði 1.250 m.kr. á bilinu 2,85% – 3,00%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnverði 250 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,85%.

Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa eru fyrirhuguð 24. apríl næstkomandi. Óskað verður eftir því að nýju bréfin í báðum flokkum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag en Nasdaq Iceland tilkynnir um fyrsta viðskiptadag nýrra flokka með eins dags fyrirvara.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur umsjón með því að fá nýju bréfin tekin til viðskipta og hafði bankinn umsjón með framangreindu útboði skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf., sími 520-1500, audun@felagsbustadir.is

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., sími 444-7337, verdbrefamidlun@arionbanki.is

Framurskarandi-fyrirtaeki-2024
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2024
nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði

Að hverju ertu að leita?