Chat with us, powered by LiveChat

NIÐURSTAÐA SKULDABRÉFAÚTBOÐS

Fréttir

Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 11. janúar 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í tveimur nýjum flokkum, FB100366 og FB100366u.

Alls bárust tilboð í FB100366 að nafnvirði 2.460 m.kr. á bilinu 2,47% – 3,20%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 800 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,77%.

Alls bárust tilboð í FB100366u að nafnvirði 1.120 m.kr. á bilinu 2,84% – 3,40%. Ákveðið var að hafna öllum tilboðum.

Stefnt er að töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur umsjón með fyrirhugaðri skráningu en bankinn hafði einnig umsjón með ofangreindu útboði skuldabréfanna.

Gjalddagi áskrifta, afhending bréfa og skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland er fyrirhuguð 22. janúar næstkomandi en Nasdaq Iceland tilkynnir um fyrsta viðskiptadag með eins dags fyrirvara.

FlokkurHeildarnafnvirði tilboðaTilboðum tekiðBil ávöxtunarkröfu
FB1003662.460 m.kr.
(áður tilgreint 2.260 m.kr.)
800 m.kr.
(áður tilgreint 685 m.kr.)
Óbreytt
FB100366u1.120 m.kr.
(áður tilgreint 1.320 m.kr.)
0 m.kr.
(áður tilgreint 300 m.kr.)
2,84-3,40%
(áður tilgreint 2,77-3,40%)

Nánari upplýsingar veitir:

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf., sími 520-1500,
audun@felagsbustadir.is

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., sími 444-7337,
verdbrefamidlun@arionbanki.is

download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins

Að hverju ertu að leita?