ÓSKAÐ EFTIR ARKITEKTUM – TVÆR NÝJAR BYGGINGAR Á VEGUM FÉLAGSBÚSTAÐA

Fréttir

Félagsbústaðir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands auglýsir eftir arkitektum til að hanna tvær nýjar byggingar. Byggingarnar eru annars vegar um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk á Háteigsvegi 59 (Sjómannaskólareitnum) og um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk í Vindási í Árbænum. Stefnt er að því að sitthvort teymið verða valið til að hanna hvort hús fyrir sig. Sjá nánari upplýsingar hér.

Áhugasamir skulu senda inn umsókn, að hámarki fjórar A4-blaðsíður, þar sem fram koma upplýsingar um teymið, fyrri verk sem teymið hefur unnið, verkefnastjórnun, nálgun og hugmyndafræði sem teymið sér fyrir að leggja upp með í verkefninu. Æskilegt er að ferilskrá hvers og eins í teymi fylgi í fylgiskjali með umsókninni. Ekki er ætlast til að sýndar séu tillögur að byggingunum í umsókninni. Allar umsóknir eru metnar bæði fyrir Háteigsveg og Vindás. Ef umsækjendur óska eftir að þeirra umsókn sé eingöngu metin fyrir annað hvort svæðið þá vinsamlegast komið því á framfæri í umsókninni.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. maí 2021, en gögnum skal skilað rafrænt á netfangið ai@ai.is. Nánari upplýsingar veitir einnig Gerður Jónsdóttir, á netfangið gerdur@ai.is og í síma 6956394.

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?