Chat with us, powered by LiveChat

RIFTUN HÚSALEIGUSAMNINGA FÉLAGSBÚSTAÐA

Fréttir

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um samskiptavandamál í tilteknu húsnæði í eigu Félagsbústaða er rétt að minna á að félagið á og leigir út liðlega 2600 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagsbústaðir eru hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar en um afnot leigjenda gilda leigusamningar sem gerðir eru í upphafi leigutíma og ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 þar með talið um uppsögn leigusamninga.

Rekstur íbúða Félagsbústaða gengur alla jafna vel og umgengni um íbúðirnar og samskipti leigjenda sín á milli og við starfsfólk Félagsbústaða er yfirleitt með ágætum. Þó eru á þessu stöku undantekningar þar sem brot einstakra leigjenda á húsreglum Félagsbústaða rýra lífsgæði annarra íbúa og valda þeim óþægindum og áhyggjum.  Kvartanir vegna slíkra brota eru teknar alvarlega af starfsfólki Félagsbústaða sem kappkostar að taka á þeim af fagmennsku og sanngirni bæði gagnvart þeim sem kvartað er undan og nágrönnum viðkomandi sem kvartað hafa.

Riftun samninga

Leigusamningar eru að öllu jöfnu ótímabundnir og útleiga án nokkurra vandkvæða. Til þess getur þó komið að rifta þurfi leigusamningi og vísa leigjendum úr íbúðum Félagsbústaða m.a. vegna brota á húsreglum. Við meðferð slíkra mála er stuðst við verklagsreglur Félagsbústaða sem byggja á Húsaleigulögum nr.36/1994. Árið 2017 voru 10 útburðarmál rekin fyrir héraðsdómi vegna brota á húsreglum Félagsbústaða og árið 2018 komu 12 slík mál til meðferðar.

Við sannanlegt brot á húsreglum fær leigjandi skriflega viðvörun. Ef húsreglur eru brotnar eftir slíka viðvörun er send lokaviðvörun. Brjóti leigjandi húsreglur eftir lokaviðvörun er húsaleigusamningi rift og óskað eftir að íbúðin verði rýmd innan tiltekins frests. Í kjölfarið er í flestum tilvikum farið í vitjun til leigjanda með félagsráðgjafa frá þjónustumiðstöð velferðasviðs Reykjavíkurborgar þar sem áréttuð eru tilmæli um að leigjandi flytji úr íbúðinni. Í sumum tilvikum getur félagsráðgjafi boðið leigjanda önnur úrræði og því þarf sjaldnast að grípa til útburðar með atbeina dómstóla og/eða til rýmingar fyrir milligöngu sýslumanns.

Neiti leigjandi hins vegar að rýma íbúðina þarf að höfða útburðarmál fyrir héraðsdómi og þegar úrskurður hans liggur fyrir er málinu vísað til sýslumanns með ósk um að hann annist rýmingu íbúðarinnar. Slíkt ferli getur tekið nokkurn tíma og fer eftir þeim fjölda mála sem fyrirliggjandi eru hjá viðkomandi embættum á hverjum tíma.

download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins

Að hverju ertu að leita?