ÚTBOÐ Á SKULDABRÉFUM 8. FEBRÚAR

Fréttir

Félagsbústaðir hf. efna til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi. Boðin verða til sölu ný skuldabréf í flokkunum, FB100366 og FB100366u.

Báðir flokkar eru til 48 ára, verðtryggðir með jöfnum greiðslum og veðtryggðir með tryggingafyrirkomulagi félagsins með að hámarki 75% veðsetningu miðað við uppreiknað fasteignamat. Munur á flokkunum felst í uppgreiðsluheimild FB100366u eftir 20 og 30 ár, en FB100366 er óuppgreiðanlegur. Áður hafa verið gefin út bréf í FB100366 að nafnverði 800.000.000 kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Ekki hafa áður verið gefin út bréf í FB100366u.

Fjárfestingabankasvið Arion banka hf. hefur umsjón með útboðinu. Heildarstærð útboðsins getur verið allt að 6,7 milljarðar króna, sem nemur eftirstöðvum útgáfuáætlunar félagsins til ársloka 2018. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna þeim öllum. Óskað verður eftir að ný bréf í báðum flokkum, sem seld verða í útboðinu, verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en grunnlýsing vegna útgáfuramma félagsins er birt ásamt endanlegum skilmálum þeirra skuldabréfa sem gefin verða út og óskað eftir að tekin verði til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar veita:
Auðun Freyr Ingvarsson, á netfanginu audun@felagsbustadir.is eða í síma 520 1500
Birgir Guðfinnsson, marðaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., á netfanginu verdbrefamidlun@arionbanki.is eða í síma 444 7337

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?