Chat with us, powered by LiveChat

VIÐHORFSKÖNNUN MEÐAL LEIGJENDA FRAMKVÆMD Í ANNAÐ SINN

Fréttir

Félagsbústaðir framkvæmdu í apríl viðhorfskönnun meðal leigjenda sinna í annað skipti, en síðasta könnun var framkvæmd í lok árs 2018. Alls fengu 1312 leigjendur Félagsbústaða könnunina og var svarhlutfallið 45,2% en um var að ræða tvöfalt stærra úrtak en 2018. Niðurstöður benda til þess að viðhorf leigjenda til félagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir hefur batnað umtalsvert frá því könnunin var síðast framkvæmd árið 2018. Um 84% íbúa Félagsbústaða eru nú frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu sem er aukning um 5% frá árinu 2018. Ánægja með þjónustu hefur aukist töluvert en 72% leigjenda frekar eða mjög ánægðir með þjónustu Félagsbústaða í stað 63% árið 2018. Á móti eru 11% óánægðir með þjónustuna. Traust leigjenda til Félagsbústaða hefur sömuleiðis aukist og segjast nú þrír af hverjum fjórum svarenda ýmist bera mikið eða mjög mikið traust til félagsins, 8% bera lítið eða mjög lítið traust en 17% taka ekki afstöðu.

Aukin ánægja en enn tækifæri til úrbóta

Undanfarna mánuði hafa orðið skipulagsbreytingar hjá félaginu og var í því samhengi spurt út í ýmsa þjónustuþætti. Niðurstöður benda til aukinnar ánægju með alla þjónustuþætti, mismikið þó. Ánægja með símsvörun fer úr 58% árið 2018 í 70% árið 2021 og 70% svarenda telja starfsfólk fljótt að svara fyrirspurnum á móti 55% árið 2018. Einnig telja 78% viðmót starfsfólks gott sem er aukning um 10% frá árinu 2018.

Hvað varðar einstaka þjónustuliði þá telja 97% svarenda telja vel leyst úr undirritun eða endurnýjun leigusamnings, 84% telja vel leyst úr erindum sem snúa að greiðslu og upphæð húsaleigu og 80% telja vel leyst úr úthlutunarerindum. Vaxandi ánægju gætir með samráð við leigjendur en 56% eru frekar eða mjög ánægðir með samráð (var 41% 2018) og 15% óánægðir (var 26% 2018). Þetta er jákvætt í ljósi þess að samkomutakmarkanir hafa hamlað ýmsum verkefnum á þessum vettvangi en verkefni næstu mánaða verða að bæta enn í samráð, halda fleiri húsfundi og virkja leigjendur. 50% svarenda sem eru telja vel leyst úr erindum sem snúa að húsreglnabrotum og 50% illa leyst úr þeim, sem endurspeglar áskoranir sem felast í að leysa úr slíkum málum.

Stór þjónustuliður hjá félaginu er viðhald íbúða og telja 61% vel leyst úr viðhaldserindum og 29% telja illa leyst úr þeim. Það má því enn bæta þennan þátt en á sama tíma er jákvætt að niðurstöður leiddu í ljós að brugðist er við 60% af viðhaldserindum innan viku. 

Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir jákvætt að sjá að skipulagsbreytingar undanfarinna mánaða séu að skila sér í jákvæðari viðhorfum leigjenda og bættri þjónustu. Einnig segir hún könnunina leiða ýmislegt í ljós sem unnið verði með áfram. „Ljóst er að enn eru tækifæri til úrbóta í vinnslu viðhaldserinda og tækifæri til að þétta og virkja samfélag í húsum í heildareigu Félagsbústaða“,  segir Sigrún.

Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023

Að hverju ertu að leita?