Sú leiða villa átti sér stað við útprentun greiðsluseðla vegna leigu fyrir febrúar 2017 að fjárhæðir bóta víxluðust. Sú fjárhæð sem á greiðsluseðlinum er merkt „húsaleigubætur“ er í raun fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings frá Reykjavíkurborg. Sú fjárhæð sem á greiðsluseðli er merkt „Sérst. Húsal.b.“ er í raun fjárhæð almennra húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun.
Okkur þykir þetta leitt og biðjum þá afsökunar sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum af þessum sökum.
Auðun Freyr Ingvarsson
Framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf.