Chat with us, powered by LiveChat

Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023

Fréttir

Þann 25. apríl sl. gerðu Félagsbústaðir og Land og Verk með sér verksamning vegna utanhússframkvæmda að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45. Land og Verk voru lægstbjóðendur í opnu útboði sem fór fram í mars sl.  Um er að ræða endurnýjun allra glugga og útidyrahurða í húsunum, endurnýjun þakklæðningar, ásamt múrviðgerðum og endurmálun allra útveggja. Húsin eru byggð 1919 og 1920, og eru því umsagnarskyld hjá Minjastofnun Íslands og verður verkið unnið í samráði við stofnunina. Áætluð verklok eru í lok október, og mun Efla verkfræðistofa annast ráðgjöf og eftirlit með framkvæmdunum.

Okkur hjá Félagsbústöðum hlakkar til samstarfsins við Land og Verk á komandi mánuðum, og verður gaman að sjá hvernig til tekst að verki loknu.

Við undirritun verksamnings um endurbætur á Barónsstíg og Bergþórugötu. Frá vinstri: Elvar Ágústsson, Félagsbústaðir; Ívar Ragnarsson, Land og Verk; Sigrún Árnadóttir, Félagsbústaðir; Hafþór Sigtryggsson, Land og Verk.
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins

Að hverju ertu að leita?