Félagsbústaðir hljóta Jafnvægisvogina 2022

Fréttir

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í vikunni stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn). Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið í ár. Félagsbústaðir er eitt af 76 fyrirtækjum sem hlutu Jafnvægisvogina í ár og erum við afar stolt að vera í hópi fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem leggja áherslu á þessi mál.

Háteigsvegur 59
Nýtt fallegt hús risið við Sjómannaskólareitinn   
Framurskarandi-fyrirtaeki-2024
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2024
nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn

Að hverju ertu að leita?