Þann 25. apríl sl. gerðu Félagsbústaðir og Land og Verk með sér verksamning vegna utanhússframkvæmda að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45. Land og Verk voru lægstbjóðendur í opnu útboði sem fór fram í mars sl. Um er að ræða endurnýjun allra glugga og útidyrahurða í húsunum, endurnýjun þakklæðningar, ásamt múrviðgerðum og endurmálun allra útveggja. Húsin eru byggð 1919 og 1920, og eru því umsagnarskyld hjá Minjastofnun Íslands og verður verkið unnið í samráði við stofnunina. Áætluð verklok eru í lok október, og mun Efla verkfræðistofa annast ráðgjöf og eftirlit með framkvæmdunum.
Okkur hjá Félagsbústöðum hlakkar til samstarfsins við Land og Verk á komandi mánuðum, og verður gaman að sjá hvernig til tekst að verki loknu.